Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 22:21 Hægra megin á myndinni má sjá nýja kórónutjáknið en vinstra megin má sjá hvernig Karl Bretakonungur lítur út með höfuðfat. Getty/Stuart C. Wilson Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Tjáknið byggir á hinni frægu St. Edwards kórónu, 17. aldar kórónu úr hreinu gulli sem er með fjólubláan hatt og er hluti af bresku krúnudjásnunum sem eru geymd í Lundúnarturni. Tjáknið er það fyrsta sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir breska krýningarathöfn enda átti sú síðasta sér stað fyrir sjötíu árum þegar tjákn voru ekki til. Hins vegar var búið til tjákn fyrir sjötíu ára afmælishátíð drottningarinnar í fyrra en það var í líki corgi-hundar Elísabetar drottningar. With less than a month to go, we ve announced some new ceremonial details about the #Coronation of The King and The Queen Consort.Take a look at our thread to find out more [1/6]— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Undirbúningur fyrir krýninguna sem fer fram 6. maí er í fullum gangi og er sköpun tjáknsins hluti af honum. Aðgangur konungsfjölskyldunnar Twitter hefur undanfarna daga deilt upplýsingum um krýninguna, hvernig hún fer fram og hver skipuleggur hana. Þar má meðal annars sjá gullnu hestakerruna sem Karl og Kamilla munu ferðast með frá Buckingham-höll til Westminster Abbey þar sem athöfnin fer fram. Þar kemur líka fram að frá tíunda apríl muni kórónutjákn Karls birtast þegar myllumerkin #Coronation, #CoronationConcert, #CoronationWeekend and #CoronationBigLunch eru notuð. A special emoji for the Coronation has gone live today! The emoji, based on St Edward s Crown, will appear when any of the following hashtags are used: #Coronation#CoronationConcert#TheBigHelpout#CoronationWeekend#CoronationBigLunch pic.twitter.com/ueHOpkNn6M— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Tjáknið byggir á hinni frægu St. Edwards kórónu, 17. aldar kórónu úr hreinu gulli sem er með fjólubláan hatt og er hluti af bresku krúnudjásnunum sem eru geymd í Lundúnarturni. Tjáknið er það fyrsta sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir breska krýningarathöfn enda átti sú síðasta sér stað fyrir sjötíu árum þegar tjákn voru ekki til. Hins vegar var búið til tjákn fyrir sjötíu ára afmælishátíð drottningarinnar í fyrra en það var í líki corgi-hundar Elísabetar drottningar. With less than a month to go, we ve announced some new ceremonial details about the #Coronation of The King and The Queen Consort.Take a look at our thread to find out more [1/6]— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Undirbúningur fyrir krýninguna sem fer fram 6. maí er í fullum gangi og er sköpun tjáknsins hluti af honum. Aðgangur konungsfjölskyldunnar Twitter hefur undanfarna daga deilt upplýsingum um krýninguna, hvernig hún fer fram og hver skipuleggur hana. Þar má meðal annars sjá gullnu hestakerruna sem Karl og Kamilla munu ferðast með frá Buckingham-höll til Westminster Abbey þar sem athöfnin fer fram. Þar kemur líka fram að frá tíunda apríl muni kórónutjákn Karls birtast þegar myllumerkin #Coronation, #CoronationConcert, #CoronationWeekend and #CoronationBigLunch eru notuð. A special emoji for the Coronation has gone live today! The emoji, based on St Edward s Crown, will appear when any of the following hashtags are used: #Coronation#CoronationConcert#TheBigHelpout#CoronationWeekend#CoronationBigLunch pic.twitter.com/ueHOpkNn6M— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023
Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01