Karl krýndur konungur Máni Snær Þorláksson skrifar 6. maí 2023 14:30 Karl konungur og Kamilla drottning veifa af svölunum eftir athöfnina. Getty/WPA Pool Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira