Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2023 20:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur krýningarathöfnina í Westminster í morgun. Vísir/vilhelm Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Krýningarathöfnin í Westminster Abbey var ákaflega íburðarmikil og stóð í um tvær klukkustundir. Karl byrjaði á því að sverja ensku biskupakirkjunni hollustu sína. Síðar var komið að einum heilagasta hluta athafnarinnar; skermar voru bornir inn í kirkjuna og Karl smurður á bak við þá, fjarri augum viðstaddra og almennings - og öðlaðist þar með guðlega náð. Það kom svo í hlut biskupsins af Kantaraborg að færa krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá árinu 1661, á höfuð Karls. Kamilla drottning var einnig krýnd við öllu látlausari athöfn. Og að lokinni krýningu héldu konungshjónin til Buckingham-hallar, þar sem þau veifuðu þegnum sínum af svölum. Forseti Íslands sem boðið var til Westminster í morgun segir krýningu Karls sögulega; aldrei hefur liðið lengra á milli krýningarathafna í Bretlandi. Sjötíu ár eru síðan Elísabet önnur var krýnd. „Og þegar þegnar konungs sungu saman einum rómi Guð blessi konunginn, God save the king, þá áttaði maður sig kannski helst á mikilfengleik þessarar stundar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sannarlega sett svip sinn á athöfnina í morgun. „Karl vildi líka að önnur trúarbrögð fengju einnig, ef svo má segja, sitt pláss en auðvitað voru það hefðir og venjur sem mest bar á núna í Westminster. En við skulum sjá, við skulum óska honum góðs gengis, Karli þriðja konungi, og öllu hans fólki. Svo sjáum við hvað setur.“ Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30 Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00 Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Krýningarathöfnin í Westminster Abbey var ákaflega íburðarmikil og stóð í um tvær klukkustundir. Karl byrjaði á því að sverja ensku biskupakirkjunni hollustu sína. Síðar var komið að einum heilagasta hluta athafnarinnar; skermar voru bornir inn í kirkjuna og Karl smurður á bak við þá, fjarri augum viðstaddra og almennings - og öðlaðist þar með guðlega náð. Það kom svo í hlut biskupsins af Kantaraborg að færa krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá árinu 1661, á höfuð Karls. Kamilla drottning var einnig krýnd við öllu látlausari athöfn. Og að lokinni krýningu héldu konungshjónin til Buckingham-hallar, þar sem þau veifuðu þegnum sínum af svölum. Forseti Íslands sem boðið var til Westminster í morgun segir krýningu Karls sögulega; aldrei hefur liðið lengra á milli krýningarathafna í Bretlandi. Sjötíu ár eru síðan Elísabet önnur var krýnd. „Og þegar þegnar konungs sungu saman einum rómi Guð blessi konunginn, God save the king, þá áttaði maður sig kannski helst á mikilfengleik þessarar stundar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sannarlega sett svip sinn á athöfnina í morgun. „Karl vildi líka að önnur trúarbrögð fengju einnig, ef svo má segja, sitt pláss en auðvitað voru það hefðir og venjur sem mest bar á núna í Westminster. En við skulum sjá, við skulum óska honum góðs gengis, Karli þriðja konungi, og öllu hans fólki. Svo sjáum við hvað setur.“
Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30 Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00 Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30
Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00
Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38