Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:43 Morðið var framið á bílastæði í Dallas á miðvikudag. Maðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn síðar um daginn. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof. Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof.
Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira