Afkoma launafólks versnar og versnar Stefán Ólafsson skrifar 23. maí 2023 08:31 Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun