Ríflega 1500 loftslagsmótmælendur handteknir Árni Sæberg skrifar 27. maí 2023 21:54 Lögregluþjónar beittu ýmsum brögðum til þess að stöðva mótmælin. Sem van der Wal/EPA Lögreglan í Haag í Hollandi handtók í dag 1579 aðgerðarsinna sem reyndu að teppa hraðbraut í nafni loftslagsaðgerða. Flestum þeirra var að lokum sleppt en líklegt er að fjörutíu þeirra verði sóttir til saka fyrir aðgerðir sínar í dag. Meðal mótmælenda var þekkt hollensk leikkona. Að sögn lögregluyfirvalda í Haag voru mótmælendurnir handteknir þar sem þeir neituðu að rýma hraðbrautina þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu bannað mótmælin. Hollenski miðillinn NOS greinir frá. Lögreglan segir að fjörutíu hinna handteknu séu grunaðir um að hafa hindrað starf lögreglu og framið skemmdarverk. Ekki liggi þó enn fyrir hvort þeir verði sóttir til saka fyrir athæfi sitt. Þá segir að einn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa bitið lögreglumann. Talsmenn umhverfisverndarsamtakann Extinction rebellion, sem skipulögðu mótmælin, hafa sagst ekkert kannast við meinta líkamsárás. Öðrum handteknum mótmælendum hafi verið sleppt úr haldi nánast samstundis, enda hafi mótmælin að mestu farið friðsamlega fram. Mótmælendur létu vatnið lítið á sig fá. Á skiltinu stendur „Hvaða steingervingur fjárfestir enn í olíu?“Sem van der Wal/EPA Mótmælendur mættu í sundfötum Lögreglan beitti meðal annars öflugum vatnsslöngum til þess að fá mótmælendur til þess að yfirgefa hraðbrautina. Lögreglan segir þó að vatnsbununum hafi verið beitt í hófi. Í frétt NOS segir að sumir mótmælenda hafi mætt vel undirbúnir til þess að takast á við vatnsgusur frá lögreglu. Tugir þeirra hafi raðað sér upp fyrir framan vatnsslöngurnar, íklæddir sundfatnaði og pollagöllum. Ein þeirra sem varð fyrir barðinu á vatnsslöngunum var þekkta hollenska leikkonan Carice van Houten, sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Krúnuleikunum, þar sem hún lék hina göldróttu Melisandre. Haft er eftir henni að hún hafi fengið yfir sig væna gusu áður en hún var handtekin en að lokum sleppt úr haldi. Carice van Houten er ötull loftslagsaðgerðasinni.Michel Porro/Getty Þá hefur lögreglan í Haag greint frá því að hún hafi nýtt sjúkrabörur á hjólum til þess að koma mótmælendum af hraðbrautinni „með öruggum og skilvirkum hætti“. We gebruiken een brancard op wielen om actievoerders veilig en effectief te verplaatsen. #27Mei #DenHaag pic.twitter.com/VKQlsmAVWa— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) May 27, 2023 Holland Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Að sögn lögregluyfirvalda í Haag voru mótmælendurnir handteknir þar sem þeir neituðu að rýma hraðbrautina þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu bannað mótmælin. Hollenski miðillinn NOS greinir frá. Lögreglan segir að fjörutíu hinna handteknu séu grunaðir um að hafa hindrað starf lögreglu og framið skemmdarverk. Ekki liggi þó enn fyrir hvort þeir verði sóttir til saka fyrir athæfi sitt. Þá segir að einn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa bitið lögreglumann. Talsmenn umhverfisverndarsamtakann Extinction rebellion, sem skipulögðu mótmælin, hafa sagst ekkert kannast við meinta líkamsárás. Öðrum handteknum mótmælendum hafi verið sleppt úr haldi nánast samstundis, enda hafi mótmælin að mestu farið friðsamlega fram. Mótmælendur létu vatnið lítið á sig fá. Á skiltinu stendur „Hvaða steingervingur fjárfestir enn í olíu?“Sem van der Wal/EPA Mótmælendur mættu í sundfötum Lögreglan beitti meðal annars öflugum vatnsslöngum til þess að fá mótmælendur til þess að yfirgefa hraðbrautina. Lögreglan segir þó að vatnsbununum hafi verið beitt í hófi. Í frétt NOS segir að sumir mótmælenda hafi mætt vel undirbúnir til þess að takast á við vatnsgusur frá lögreglu. Tugir þeirra hafi raðað sér upp fyrir framan vatnsslöngurnar, íklæddir sundfatnaði og pollagöllum. Ein þeirra sem varð fyrir barðinu á vatnsslöngunum var þekkta hollenska leikkonan Carice van Houten, sem flestir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Krúnuleikunum, þar sem hún lék hina göldróttu Melisandre. Haft er eftir henni að hún hafi fengið yfir sig væna gusu áður en hún var handtekin en að lokum sleppt úr haldi. Carice van Houten er ötull loftslagsaðgerðasinni.Michel Porro/Getty Þá hefur lögreglan í Haag greint frá því að hún hafi nýtt sjúkrabörur á hjólum til þess að koma mótmælendum af hraðbrautinni „með öruggum og skilvirkum hætti“. We gebruiken een brancard op wielen om actievoerders veilig en effectief te verplaatsen. #27Mei #DenHaag pic.twitter.com/VKQlsmAVWa— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) May 27, 2023
Holland Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira