Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 21:32 Armie Hammer hefur verið sakaður um kynferðisbrot og ofbeldi af mörgum konum. Getty/Matt McClain Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira