Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 10:31 Ummæli Li þykja benda til þess að möguleiki sé á raunverulegum viðræðum milli Kína og Bandaríkjanna um öryggismál. AP/Vincent Thian Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. Li sagði heimsbyggðina rúma bæði Kína og Bandaríkin og að stórveldin tvö ættu að reyna að finna sameiginlegan flöt til að byggja á. Hann hefur hins vegar sakað Bandaríkin um „kaldastríðs-hugsunarhátt“, sem hafi aukið líkurnar á átökum. Yfirvöld vestanhafs sökuðu Kínverja á dögunum um „óörugga“ för kínversks tundurspillis nærri bandarísku herskipi á Taívan-sundi. Með í för var skip frá Kanada og stjórnvöld í báðum ríkjum sögðu fleyin sannarlega hafa verið á alþjóðlegu hafsvæði. Kínverjar gagnrýndu hins vegar bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir að skapa áhættusamar aðstæður með ögrandi tilburðum. Í ræðu sinni sagði Li að Kína myndi ekki leyfa Bandaríkjunum og bandamönnum að nota eftirlit á hafsvæðinu sem afsökun fyrir að eigna sér siglingaleiðir. Spurður um ofangreint atvik sagði hann aðeins að utanaðkomandi ríki væru að skapa spennu á svæðinu. Li og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tókust í hendur á opnunarkvöldverði öryggisráðstefnu International Institute for Strategic Studies í Singapore en áttu ekki fund. Li sætir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna vegna vopnakaupa frá Rússlandi. Þær fela meðal annars í sér að hann getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. BBC hefur eftir Zhou Bo, fyrrverandi yfirmanni í kínverska hernum, að aflétting refsiaðgerðina sé forsenda fyrir samtali milli Li og Austin. Kína Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Li sagði heimsbyggðina rúma bæði Kína og Bandaríkin og að stórveldin tvö ættu að reyna að finna sameiginlegan flöt til að byggja á. Hann hefur hins vegar sakað Bandaríkin um „kaldastríðs-hugsunarhátt“, sem hafi aukið líkurnar á átökum. Yfirvöld vestanhafs sökuðu Kínverja á dögunum um „óörugga“ för kínversks tundurspillis nærri bandarísku herskipi á Taívan-sundi. Með í för var skip frá Kanada og stjórnvöld í báðum ríkjum sögðu fleyin sannarlega hafa verið á alþjóðlegu hafsvæði. Kínverjar gagnrýndu hins vegar bæði Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir að skapa áhættusamar aðstæður með ögrandi tilburðum. Í ræðu sinni sagði Li að Kína myndi ekki leyfa Bandaríkjunum og bandamönnum að nota eftirlit á hafsvæðinu sem afsökun fyrir að eigna sér siglingaleiðir. Spurður um ofangreint atvik sagði hann aðeins að utanaðkomandi ríki væru að skapa spennu á svæðinu. Li og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tókust í hendur á opnunarkvöldverði öryggisráðstefnu International Institute for Strategic Studies í Singapore en áttu ekki fund. Li sætir refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna vegna vopnakaupa frá Rússlandi. Þær fela meðal annars í sér að hann getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. BBC hefur eftir Zhou Bo, fyrrverandi yfirmanni í kínverska hernum, að aflétting refsiaðgerðina sé forsenda fyrir samtali milli Li og Austin.
Kína Bandaríkin Hernaður Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35 „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30. maí 2023 22:35
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09