Fúskleysi er framkvæmanlegt Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 6. júní 2023 17:01 Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun