Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 12:24 Bandaríski geimfarinn Woody Hoburg í geimgöngu utan við Alþjóðlegu geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Reikna má með að virkni hvítra blóðkorna hafi minnkað hjá honum eftir komuna þangað. NASA/Frank Rubio Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum. Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum.
Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira