Hættir í veðurfréttum eftir hótanir vegna loftslagsumfjöllunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 10:35 Maður gengur að flóðvatni úr Mississippi-fljóti í Iowa í síðasta mánuði. Flóðið fylgdi metsnjókomu í vetur en svo óvenjuhraðrar bráðnunar í vor. Veðurfræðingur í Iowa sætti hótunum fyrir að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga. Vísir/Getty Bandarískur veðurfréttamaður sagði starfi sínu lausu vegna andlegs álags eftir hótanir sem hann fékk fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Hann segir aðra vísindamenn og blaðamenn sæta sambærilegum hótunum. Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023 Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023
Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira