Banna jákvæða mismunun kynþátta Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:36 Stuðningsfólk jákvæðrar mismununar fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna þegar hann hlýddi á málflutning í málinu gegn háskólunum í október. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira