Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 12:02 Magnús Tumi jarðfræðingur sagði á Bylgjunni í morgun að líklega yrði gos nú svipað og fyrri gos. Björn segir „túristagos“ almennt hafa góð áhrif á verðbólguna. „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent