Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2023 12:08 Höfnin í Barcelona. Þar spúa skemmtiferðaskip út mestri mengun af öllum höfnum Evrópu. Paco Freire/Getty Images Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn. Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn.
Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22