Kindur vilja ekki leika við hunda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 18. ágúst 2023 17:00 En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýr Hundar Gæludýr Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda. Þetta fólk áttar sig hreinlega stundum ekki á því að það að hundar og kindur ,,hlaupi saman” er engan vegin vegna leikgleði af hálfu kindanna. En það er að vissu leyti skiljanlegt þegar fólk veit að hundar leika sér sjálfir með því að hlaupa saman dragi það þá ályktun að þetta sé leikur. Það eru því fyrir hendi vandræðaleg dæmi um að fólki finnist gaman að sjá hunda og kindur ,,hlaupa saman” og ,,leika sér saman“. Langflest af þessu fólki myndi gera betur ef það vissi betur, því fáir vilja í raun níðast á dýrum. Hundaeigendur þurfa að vita að þessi hlaup valda kindum mikilli vanlíðan, ótta og álagi. Hlaupin geta leitt til örmögnunar og stundum drepast kindur eftirá, eftir slíkan eltingar,,leik”. Þær sprengja sig til að bjarga lífi sínu. Hér er aðalatriðið, grundvallarmunurinn: kindur eru frá náttúrunnar hendi bráð, hundar eru frá náttúrunnar hendi rándýr. Um þetta gilda ákveðin lögmál. Þetta þýðir einfaldlega og alltaf að þegar hundur hleypur á eftir kind þá hleypur hún til að bjarga lífi sínu. Það skiptir ekki máli í þessu samhengi hvort hundurinn er saddur, hvort hann fær vel að borða alla daga, hvort hann er ofboðslega ljúfur og góður, hvort hann er vel upp alinn né hvort ásetningur hans er að veiða, meiða eða bara leikgleði. Stundum reyna kindur að snúast til varnar, sérstaklega ef hundurinn fer í lömbin þeirra og reynir kindin þá að stanga eða stappa niður fótunum og þannig leitast við að reka hundinn í burtu. Þetta er ekki heldur leikur af hálfu kindarinnar, heldur einmitt dauðans alvara. Jafnframt er erfitt að líta ljót bitsár á kindum eftir hunda. Mörg dæmi þekkjast um slæm hundsbit, nýleg opin facebookfærsla Jóhönnu Bríetar Helgadóttur er bara eitt dæmi. Við skulum líka hafa í huga að ,,bara” glefs er líka slæmt. Það er einfaldlega aldrei í lagi að leyfa hundum að hamast í fé. Bið ég ykkur hundaeigendur að hafa þetta í huga, þegar þið farið á víðavangsgöngu með hundana ykkar og leyfið þeim að hlaupa lausum – að leyfa þeim ekki að atast í fé. Bara aldrei. Að vita alltaf hvar hundurinn ykkar er og vera þannig viss um að hann sé ekki að elta fé handan við næsta hól eða leiti. Kindur ganga líka víða í nágrenni höfuðborgarinnar, til dæmis uppi á Mosfellsheiði á milli Nesjavallavegar og Suðurlandsvegar. Ærnar eru þar á sumrin af því við mennirnir setjum þær þangað. Hundaeigendur og hundafélög sem halda hunda og þjálfa þá á ýmsan hátt á víðavangi þurfa að leita frekar uppi önnur svæði, en að hafa annars alltaf örugga og fulla gát og stjórn á hundum sínum. Höfundur er fjáreigandi og hundaeigandi í Reykjavík og félagi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun