Óttar fer með himinskautum Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 8. september 2023 17:01 Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Eflaust fylgir einhver upphefð meðal fagaðila að fá birta eftir sig efni í Læknablaðinu. En þegar Óttar Guðmundsson hleypur með himinskautum á forsendum aðsends bréfs sem lendir honum drottningarviðtali í Kastljósi RÚV, skjótast upp ótal rauð flögg í mínum ástkæra athyglisbrostna heila! Fyrir það fyrsta hengir hann skort hérlendis á tiltekin ADHD lyf við aukna eftirspurn innanlands. Fjarri fer að rétt sé. Fyrrnefndur skortur tengist fyrst og fremst þróun mála í Bandaríkjunum, sem síðan hefur áhrif á framboð lyfja á Vesturlöndum. Í öðru lagi fullyrðir Óttar að flestir sem fara í ADHD fái jákvæða niðurstöðu. Þetta er einfaldlega röng ályktun. Þriðja fullyrðing Óttars snýr að því að allir sem sækist eftir ADHD vilji fá lyf. En og aftur þá byggir þessi ályktun ekki á rökum. Sú fjórða felst í að ADHD greining sé eitthvert tískufyrirbæri. Hér vantar allan rökstuðning, enda er hann ekki fyrir hendi nema kannski í nær-heimi Óttars sjálfs. Fimmta fullyrðing Óttars snýst um stjórnlausa amfetamíneyslu fólks með fíknivanda annars vegar og hins vegar lyfjameðferð við skilgreindum vanda skv. alþjóðlegum greiningarviðum að undangenginni greiningu hjá háskólamenntuðu fagfólki sé sami hluturinn. Enn og aftur er svarið hreint og klárt nei. Ég spyr af hverju á geðlækninum Óttari að leyfast að setja svona svarta fullyrðingu fram án ábyrgðar, og það á síðum Læknablaðsins? Í sjötta lagi dásamar Óttar svo vinnulag í Svíþjóð fyrir einhverjum áratugum. Enn og aftur er ólíðandi að fagaðili hunsi þá einföldu staðreynd að íslenskir læknar og sálfræðingar hafi sótt sér menntun og þekkingu beggja vegna Atlantsála, og hafi þar með tileinkað sér víðtækari menntun samanborið við kollegar þeirra á Norðurlöndunum. Eins hvað varðar síteringu til stöðu mála í Finnlandi, þá má einfaldlega benda Óttari á að lækka aðeins flugið og íhuga eftirfarandi: Vinnulag á Íslandi í dag er ólík því sem var fyrir nokkrum áratugum. Sama á við starfsár hans í Svíþjóð. Hverju er áunnið með þessum samanburði. Heilbrigðiskerfið í dag er í heild ólíkt því sem áður var. Greiningarviðmið önnur, lyfin og meðferðir aðrar o.s.frv. Munurinn á stöðu mála hér og á hinum Norðurlöndunum snýst að stórum hluta um þekkingu sem kemur úr fleiri en einni átt. En vissulega má spyrja hvort efla eigi og styrkja greiningarferli, lyfjaeftirlit og aðrar styðjandi meðferðir, s.s. sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun, ADHD markþjálfun og aðra ráðgjöf. Svarið er einfalt: Já. Vilji menn fara út í fullyrðingar Óttars varðandi fíkla í meðferð, á þessu eða hinu meðferðarheimili, þá þarf engan að undra að fíklar finni leiðir til að svala sínum þörfum. Það á hins vegar ekki við um fjöldann. Hér á ég ekki síst við um allan þann fjölda okkar athyglisbresta sem með réttri greiningu, meðferð, skilningi og stuðningi fáum er gert kleift að taka þátt í heilbrigðu og fjölbreyttu samfélagi. Öllum til góðs. Ég skil hins vegar að Óttar vinnur með litlum hópi sem oft verður illa úti í dagsins orrahríð. Og einmitt þess vegna bið ég Óttar skemmstra orða að hætta að ala á óþarfa fordómum. Hætta að líma vandamál þeirra fáu sem þurfa stórt inngrip vegna fíknivanda, við þann stóra fjölda okkar hinna með taugaþroskaskanir á borð við ADHD, sem viljum og eigum sannanlega rétt á að fá að blómstra í friði. Og hérna ... Óttar – ég stend heilshugar við mín fyrri orð: Með skrifum þínum í Læknablaðinu og framsögu í Kastljósi fimmtudagskvöldsins, þá setur þig niður. Þín framsetning einkennist af hroka og vanþekkingu. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun