Nýsköpun í rekstri þjóðar Baldur Vignir Karlsson skrifar 17. september 2023 17:31 Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Nýsköpun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun