Nýsköpun í rekstri þjóðar Baldur Vignir Karlsson skrifar 17. september 2023 17:31 Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Nýsköpun Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun