Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2023 16:00 Mikið magn af jarðgasi lak úr Nord Stream leiðslunum eftir að þær voru sprengdar upp fyrir ári síðan. Getty/Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. Það var þann 26. september í fyrra, 2022, sem gasleiðslurnar Nord Stream 1 og Nord Stream 2 eyðilögðust í þremur öflugum sprengingum, svo mikið magn af jarðgasi lak út í andrúmsloftið. Sprengingarnar áttu sér stað skammt frá Borgundarhólmi en síðasta sprenginin var í um áttatíu kíómetra fjarlægð frá þeim fyrstu og þó nokkrum klukkustundum síðar. Sjá einnig: Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 og hafði hún verið notuð til að flytja jarðgast frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk árið 2021 en leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hafði slökkt á flæði um NS1 fyrr í september í fyrra en frágangur NS2 hafði verið stöðvaður í febrúar. Smíði NS2 hafði verið mjög umdeild bæði utan og innan landamæra Þýskalands. Bandamenn Þjóðverja eins og Bandaríkjamenn, höfðu lýst yfir áhyggjum af því að leiðslan myndi veita Rússum of mikið vald yfir Þýskalandi og orkuöryggi í Evrópu. Úkraínumenn höfðu slegið á svipaða strengi en rússneskt gas og olía hefur lengi flætt til Evrópu um Úkraínu. Í Kænugarði var óttast að Rússar gætu einangrað Úkraínu enn frekar. Árás á mikilvæga innviði Vel er hægt að líta á skemmdarverkið sem árás á mikilvæga innvið Þýskalands, sem er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu og gætu ráðamenn þar notað sprengingarnar til að virkja 5. grein stofnsáttmála bandalagsins. Það gæti leitt til stríðs við það ríki sem framkvæmdi árásina. Þar sem sprengingarnar urðu innan efnahagslögsögu Svíþjóðar og Danmerkur hafa yfirvöld þar einnig verið að rannsaka þær, auk yfirvalda í Þýskalandi. Þó ár sér liðið frá sprengingunum er enn lítið um haldbær svör. Spjótin beinast að hópi frá Úkraínu Ráðamenn í Þýskalandi hafa lítið sagt um rannsóknina á sprengingunni. Spiegel birti í síðasta mánuði frétt sem byggði á mikilli rannsóknarvinnu blaðamanna miðilsins og ZDF en þar kom fram að spjótin beindust að hópi úkraínskra manna sem væru annað hvort á vegum yfirvalda þar eða á eigin vegum. Þessi hópur er talinn hafa notað seglskútuna Andromeda til að flytja sprengiefni út á Eystrasalt og kafa með það þaðan til að sprengja leiðslurnar í loft upp. Í frétt Spiegel er sagt frá því að opinberir rannsakendur hefðu fundið ummerki sprengiefnis um borð í Andromeda. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að Bandaríkjamenn hefðu fengið upplýsingar um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á gasleiðslurnar. Forsvarsmenn úkraínska hersins voru sagðir hafa skipulagt árás á leiðslurnar og átti hún að vera gerð af fámennum hópi kafara. Í grein Washington Post er haft eftir heimildarmönnum miðilsins í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að mögulega hafi hópur Úkraínumanna framið skemmdarverkin, án vitneskju yfirvalda í Kænugarði. Sú skýring að tiltölulega fámennur hópur manna hafi getað notað litla skútu til að sprengja leiðslurnar hefur ekki fallið í kramið hjá öllum. Því hefur meðal annars verið haldið fram að snekkjan hafi ekki verið nægilega stór til að flytja allt það sprengiefni sem til þurfti og að mennirnir hefðu átt erfitt með að kafa á áttatíu metra dýpi frá skútunni. Því hefur einnig verið haldið fram að Rússar hafi sjálfir sprengt leiðslurnar upp með því markmiði að koma sökinni á Úkraínumenn. Þeir hafi komið vísbendingum fyrir sem bentu á Úkraínu. Rússnesk herskip voru á svæðinu þegar leiðslurnar sprungu, ásamt herskipum frá Svíþjóð, Danmörku og jafnvel Bandaríkjunum. Sjá einnig: Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Sökuðu fyrst Breta um skemmdarverkið Yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að skemmdarverkið hefði eingöngu getað verið framið með stuðningi einhvers ríkis. Fyrstu beindu Rússar spjótum sínum að Bretum og sökuðu þá um að hafa sprengt upp leiðslurnar. Þeir breyttu þó tiltölulega fljótt um stefnu og sökuðu Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á árásinni. Það var í kjölfar þess að Seymor Hersh, bandarískur blaðamaður, birti grein á bloggsíðu sinni þar sem hann sagði bandaríska kafara hafa sprengt leiðslurnar upp með aðstoð Norðmanna og í skjóli flotaæfingar á Eystrasalti. Hersh hafði þetta eftir einum heimildarmanni sínum, samkvæmt grein hans (áskriftarvefur), og hefur hún verið harðlega gagnrýnd. Engum fjölmiðli hefur tekist að sannreyna það sem fram kemur í grein Hersh og hafa nokkrir angar hennar reynst rangir. Reuters sagði frá því í dag að í Svíþjóð er vonast til þess að rannsókninni ljúki fyrir lok þessa árs. Haft er eftir sænska saksóknaranum Mats Ljungqvist að rannsóknin séu unnin í samvinnu við Þjóðverja en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið í bili. Fyrr á árinu sagði hann að líklegast að ríki hafi komið að skemmdarverkinu en erfitt gæti reynst að komast að því nákvæmlega hverjir framkvæmdu það. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Svíþjóð Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Það var þann 26. september í fyrra, 2022, sem gasleiðslurnar Nord Stream 1 og Nord Stream 2 eyðilögðust í þremur öflugum sprengingum, svo mikið magn af jarðgasi lak út í andrúmsloftið. Sprengingarnar áttu sér stað skammt frá Borgundarhólmi en síðasta sprenginin var í um áttatíu kíómetra fjarlægð frá þeim fyrstu og þó nokkrum klukkustundum síðar. Sjá einnig: Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 og hafði hún verið notuð til að flytja jarðgast frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk árið 2021 en leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hafði slökkt á flæði um NS1 fyrr í september í fyrra en frágangur NS2 hafði verið stöðvaður í febrúar. Smíði NS2 hafði verið mjög umdeild bæði utan og innan landamæra Þýskalands. Bandamenn Þjóðverja eins og Bandaríkjamenn, höfðu lýst yfir áhyggjum af því að leiðslan myndi veita Rússum of mikið vald yfir Þýskalandi og orkuöryggi í Evrópu. Úkraínumenn höfðu slegið á svipaða strengi en rússneskt gas og olía hefur lengi flætt til Evrópu um Úkraínu. Í Kænugarði var óttast að Rússar gætu einangrað Úkraínu enn frekar. Árás á mikilvæga innviði Vel er hægt að líta á skemmdarverkið sem árás á mikilvæga innvið Þýskalands, sem er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu og gætu ráðamenn þar notað sprengingarnar til að virkja 5. grein stofnsáttmála bandalagsins. Það gæti leitt til stríðs við það ríki sem framkvæmdi árásina. Þar sem sprengingarnar urðu innan efnahagslögsögu Svíþjóðar og Danmerkur hafa yfirvöld þar einnig verið að rannsaka þær, auk yfirvalda í Þýskalandi. Þó ár sér liðið frá sprengingunum er enn lítið um haldbær svör. Spjótin beinast að hópi frá Úkraínu Ráðamenn í Þýskalandi hafa lítið sagt um rannsóknina á sprengingunni. Spiegel birti í síðasta mánuði frétt sem byggði á mikilli rannsóknarvinnu blaðamanna miðilsins og ZDF en þar kom fram að spjótin beindust að hópi úkraínskra manna sem væru annað hvort á vegum yfirvalda þar eða á eigin vegum. Þessi hópur er talinn hafa notað seglskútuna Andromeda til að flytja sprengiefni út á Eystrasalt og kafa með það þaðan til að sprengja leiðslurnar í loft upp. Í frétt Spiegel er sagt frá því að opinberir rannsakendur hefðu fundið ummerki sprengiefnis um borð í Andromeda. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að Bandaríkjamenn hefðu fengið upplýsingar um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á gasleiðslurnar. Forsvarsmenn úkraínska hersins voru sagðir hafa skipulagt árás á leiðslurnar og átti hún að vera gerð af fámennum hópi kafara. Í grein Washington Post er haft eftir heimildarmönnum miðilsins í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að mögulega hafi hópur Úkraínumanna framið skemmdarverkin, án vitneskju yfirvalda í Kænugarði. Sú skýring að tiltölulega fámennur hópur manna hafi getað notað litla skútu til að sprengja leiðslurnar hefur ekki fallið í kramið hjá öllum. Því hefur meðal annars verið haldið fram að snekkjan hafi ekki verið nægilega stór til að flytja allt það sprengiefni sem til þurfti og að mennirnir hefðu átt erfitt með að kafa á áttatíu metra dýpi frá skútunni. Því hefur einnig verið haldið fram að Rússar hafi sjálfir sprengt leiðslurnar upp með því markmiði að koma sökinni á Úkraínumenn. Þeir hafi komið vísbendingum fyrir sem bentu á Úkraínu. Rússnesk herskip voru á svæðinu þegar leiðslurnar sprungu, ásamt herskipum frá Svíþjóð, Danmörku og jafnvel Bandaríkjunum. Sjá einnig: Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Sökuðu fyrst Breta um skemmdarverkið Yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að skemmdarverkið hefði eingöngu getað verið framið með stuðningi einhvers ríkis. Fyrstu beindu Rússar spjótum sínum að Bretum og sökuðu þá um að hafa sprengt upp leiðslurnar. Þeir breyttu þó tiltölulega fljótt um stefnu og sökuðu Bandaríkjamenn um að bera ábyrgð á árásinni. Það var í kjölfar þess að Seymor Hersh, bandarískur blaðamaður, birti grein á bloggsíðu sinni þar sem hann sagði bandaríska kafara hafa sprengt leiðslurnar upp með aðstoð Norðmanna og í skjóli flotaæfingar á Eystrasalti. Hersh hafði þetta eftir einum heimildarmanni sínum, samkvæmt grein hans (áskriftarvefur), og hefur hún verið harðlega gagnrýnd. Engum fjölmiðli hefur tekist að sannreyna það sem fram kemur í grein Hersh og hafa nokkrir angar hennar reynst rangir. Reuters sagði frá því í dag að í Svíþjóð er vonast til þess að rannsókninni ljúki fyrir lok þessa árs. Haft er eftir sænska saksóknaranum Mats Ljungqvist að rannsóknin séu unnin í samvinnu við Þjóðverja en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið í bili. Fyrr á árinu sagði hann að líklegast að ríki hafi komið að skemmdarverkinu en erfitt gæti reynst að komast að því nákvæmlega hverjir framkvæmdu það.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Þýskaland Svíþjóð Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira