Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2023 15:50 Kínverjar skutu síðast geimförum til Tiangong geimstöðvarinnar í maí. EPA/ALEX PLAVEVSKI Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. Geimstöðin heitir Tiangong, sem lauslega þýtt þýðir Himnahöll, og var hún tekin í notkun í fyrra. Þar geta þrír geimfarar starfað í um 450 kílómetra hæð frá jörðinni. Eftir stækkunina verður geimstöðin um 180 tonn, samkvæmt frétt Reuters og verður hún þrátt fyrir það eingöngu fjörutíu prósent af stærð Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) sem hefur verið á braut um jörðu í 24 ár. Til stendur að láta ISS brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar og falla í hafið eftir árið 2030. Ráðamenn í Kína segja hins vegar að Tiangong verði starfrækt í að minnsta kosti fimmtán ár til viðbótar, samkvæmt frétt Reuters. Ríkismiðlar Kína hafa áður sagt að ráðamenn nokkurra ríkja hafa beðið um að fá að senda geimfara til Tiangong. Hafa lengi falast eftir samstarfi Kínverjar hafa lengi leitað að samstarfsaðilum í geimnum en þróun geimferðaáætlunar ríkisins hefur verið mjög hröð frá því Kína sendi fyrstu geimfarana út í geim árið 2003. Kínverjum hefur þó verið meinaður aðgangur að samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina og yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda. Það hefur verið gert vegna ótta um njósnir og stuld á leynilegum upplýsingum. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu, ESA, tilkynntu þó á árum áður að evrópskir geimfarar yrðu sendir til Tiangong. Á þessu ári var þó tilkynnt að ekkert yrði að því og vísaði ESA til skorts á fjármunum og skorti á pólitískum vilja til að taka þátt í Tiangong. Bandarískir og evrópskir ráðamenn beina sjónum sínum nú í meira magni að tunglinu og lengra út í sólkerfið en það gera Kínverjar einnig og segjast þeir ætla að lenda geimförum á tunglinu árið 2030. Sjá einnig: Kína ætlar að koma fólki á tunglið Stórveldi heimsins ætla sér öll líka að koma upp geimstöð á braut um og/eða á yfirborði tunglsins á næstu árum. Bandaríkjamenn hafa um árabil unnið að Artemis-áætluninni svokölluðu sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins aftur en í fyrra var ómannað geimfar sent á braut um tunglið. Næst stendur til að senda mannað geimfar á braut um tunglið en áætlað er að það gerist í nóvember á næsta ári. Kína Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. 1. september 2023 10:52 Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. 21. september 2022 14:55 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Geimstöðin heitir Tiangong, sem lauslega þýtt þýðir Himnahöll, og var hún tekin í notkun í fyrra. Þar geta þrír geimfarar starfað í um 450 kílómetra hæð frá jörðinni. Eftir stækkunina verður geimstöðin um 180 tonn, samkvæmt frétt Reuters og verður hún þrátt fyrir það eingöngu fjörutíu prósent af stærð Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) sem hefur verið á braut um jörðu í 24 ár. Til stendur að láta ISS brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar og falla í hafið eftir árið 2030. Ráðamenn í Kína segja hins vegar að Tiangong verði starfrækt í að minnsta kosti fimmtán ár til viðbótar, samkvæmt frétt Reuters. Ríkismiðlar Kína hafa áður sagt að ráðamenn nokkurra ríkja hafa beðið um að fá að senda geimfara til Tiangong. Hafa lengi falast eftir samstarfi Kínverjar hafa lengi leitað að samstarfsaðilum í geimnum en þróun geimferðaáætlunar ríkisins hefur verið mjög hröð frá því Kína sendi fyrstu geimfarana út í geim árið 2003. Kínverjum hefur þó verið meinaður aðgangur að samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina og yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda. Það hefur verið gert vegna ótta um njósnir og stuld á leynilegum upplýsingum. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu, ESA, tilkynntu þó á árum áður að evrópskir geimfarar yrðu sendir til Tiangong. Á þessu ári var þó tilkynnt að ekkert yrði að því og vísaði ESA til skorts á fjármunum og skorti á pólitískum vilja til að taka þátt í Tiangong. Bandarískir og evrópskir ráðamenn beina sjónum sínum nú í meira magni að tunglinu og lengra út í sólkerfið en það gera Kínverjar einnig og segjast þeir ætla að lenda geimförum á tunglinu árið 2030. Sjá einnig: Kína ætlar að koma fólki á tunglið Stórveldi heimsins ætla sér öll líka að koma upp geimstöð á braut um og/eða á yfirborði tunglsins á næstu árum. Bandaríkjamenn hafa um árabil unnið að Artemis-áætluninni svokölluðu sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins aftur en í fyrra var ómannað geimfar sent á braut um tunglið. Næst stendur til að senda mannað geimfar á braut um tunglið en áætlað er að það gerist í nóvember á næsta ári.
Kína Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. 1. september 2023 10:52 Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. 21. september 2022 14:55 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. 1. september 2023 10:52
Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. 21. september 2022 14:55
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32