Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2023 15:50 Kínverjar skutu síðast geimförum til Tiangong geimstöðvarinnar í maí. EPA/ALEX PLAVEVSKI Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. Geimstöðin heitir Tiangong, sem lauslega þýtt þýðir Himnahöll, og var hún tekin í notkun í fyrra. Þar geta þrír geimfarar starfað í um 450 kílómetra hæð frá jörðinni. Eftir stækkunina verður geimstöðin um 180 tonn, samkvæmt frétt Reuters og verður hún þrátt fyrir það eingöngu fjörutíu prósent af stærð Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) sem hefur verið á braut um jörðu í 24 ár. Til stendur að láta ISS brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar og falla í hafið eftir árið 2030. Ráðamenn í Kína segja hins vegar að Tiangong verði starfrækt í að minnsta kosti fimmtán ár til viðbótar, samkvæmt frétt Reuters. Ríkismiðlar Kína hafa áður sagt að ráðamenn nokkurra ríkja hafa beðið um að fá að senda geimfara til Tiangong. Hafa lengi falast eftir samstarfi Kínverjar hafa lengi leitað að samstarfsaðilum í geimnum en þróun geimferðaáætlunar ríkisins hefur verið mjög hröð frá því Kína sendi fyrstu geimfarana út í geim árið 2003. Kínverjum hefur þó verið meinaður aðgangur að samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina og yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda. Það hefur verið gert vegna ótta um njósnir og stuld á leynilegum upplýsingum. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu, ESA, tilkynntu þó á árum áður að evrópskir geimfarar yrðu sendir til Tiangong. Á þessu ári var þó tilkynnt að ekkert yrði að því og vísaði ESA til skorts á fjármunum og skorti á pólitískum vilja til að taka þátt í Tiangong. Bandarískir og evrópskir ráðamenn beina sjónum sínum nú í meira magni að tunglinu og lengra út í sólkerfið en það gera Kínverjar einnig og segjast þeir ætla að lenda geimförum á tunglinu árið 2030. Sjá einnig: Kína ætlar að koma fólki á tunglið Stórveldi heimsins ætla sér öll líka að koma upp geimstöð á braut um og/eða á yfirborði tunglsins á næstu árum. Bandaríkjamenn hafa um árabil unnið að Artemis-áætluninni svokölluðu sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins aftur en í fyrra var ómannað geimfar sent á braut um tunglið. Næst stendur til að senda mannað geimfar á braut um tunglið en áætlað er að það gerist í nóvember á næsta ári. Kína Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. 1. september 2023 10:52 Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. 21. september 2022 14:55 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Geimstöðin heitir Tiangong, sem lauslega þýtt þýðir Himnahöll, og var hún tekin í notkun í fyrra. Þar geta þrír geimfarar starfað í um 450 kílómetra hæð frá jörðinni. Eftir stækkunina verður geimstöðin um 180 tonn, samkvæmt frétt Reuters og verður hún þrátt fyrir það eingöngu fjörutíu prósent af stærð Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) sem hefur verið á braut um jörðu í 24 ár. Til stendur að láta ISS brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar og falla í hafið eftir árið 2030. Ráðamenn í Kína segja hins vegar að Tiangong verði starfrækt í að minnsta kosti fimmtán ár til viðbótar, samkvæmt frétt Reuters. Ríkismiðlar Kína hafa áður sagt að ráðamenn nokkurra ríkja hafa beðið um að fá að senda geimfara til Tiangong. Hafa lengi falast eftir samstarfi Kínverjar hafa lengi leitað að samstarfsaðilum í geimnum en þróun geimferðaáætlunar ríkisins hefur verið mjög hröð frá því Kína sendi fyrstu geimfarana út í geim árið 2003. Kínverjum hefur þó verið meinaður aðgangur að samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina og yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda. Það hefur verið gert vegna ótta um njósnir og stuld á leynilegum upplýsingum. Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu, ESA, tilkynntu þó á árum áður að evrópskir geimfarar yrðu sendir til Tiangong. Á þessu ári var þó tilkynnt að ekkert yrði að því og vísaði ESA til skorts á fjármunum og skorti á pólitískum vilja til að taka þátt í Tiangong. Bandarískir og evrópskir ráðamenn beina sjónum sínum nú í meira magni að tunglinu og lengra út í sólkerfið en það gera Kínverjar einnig og segjast þeir ætla að lenda geimförum á tunglinu árið 2030. Sjá einnig: Kína ætlar að koma fólki á tunglið Stórveldi heimsins ætla sér öll líka að koma upp geimstöð á braut um og/eða á yfirborði tunglsins á næstu árum. Bandaríkjamenn hafa um árabil unnið að Artemis-áætluninni svokölluðu sem snýr að því að koma mönnum til tunglsins aftur en í fyrra var ómannað geimfar sent á braut um tunglið. Næst stendur til að senda mannað geimfar á braut um tunglið en áætlað er að það gerist í nóvember á næsta ári.
Kína Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. 1. september 2023 10:52 Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. 21. september 2022 14:55 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. 1. september 2023 10:52
Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. 21. september 2022 14:55
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32