Orkuúlfur snýr úr sauðagæru Tómas Guðbjartsson skrifar 16. október 2023 07:00 HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Tómas Guðbjartsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar