Óheimilt að krefjast ófrjósemisaðgerða en óvíst um útlit ytri kynfæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 11:22 Hæstiréttur úrskurðaði um ófrjósemisaðgerðir en vísaði spurningu um útlit ytri kynfæra aftur á lægra dómstig. Getty/Gamma-Rapho/Yoshikazu Tsuno Hæstiréttur Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að það standist ekki stjórnarskrá landsins að krefjast þess að trans fólk gangist undir aðgerð til að tryggja að það geti ekki eignast börn. Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna. Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Samkvæmt lögum frá 2004 getur fólk í Japan aðeins fengið að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá ef það gengst undir umrædda aðgerð. Mannréttindadómstóll Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar eru meðal þeirra sem hafa fordæmt lagasetninguna og sagt hana brjóta gegn mannréttindum fólks. Niðurstöðunni var fagnað af aðgerðasinnum og gagnrýnendum löggjafarinnar en minni hrifningu vakti önnur ákvörðun dómstólsins, sem vísaði þeirri spurningu til lægra dómstigs hvort gera ætti þá kröfu að viðkomandi hefði undirgengist aðgerð til að ytri kynfæri væru í takt við kynskráninguna. Málið var höfðað af ónefndri trans konu sem sagði niðurstöðuna um ófrjósemisaðgerðirnar hafa komið skemmtilega á óvart en að ákvörðun dómsins að vísa hinu álitaefninu áfram væru vonbrigði. Eins og stendur verða Japanir sem vilja breyta kynskráningu sinni að hafa verið greindir með kynama og uppfylla fimm önnur skilyrði: að vera orðnir 18 ára, að vera ógiftir, að eiga engin börn undir lögaldri, að vera með kynfæri sem „samrýmast“ hinu kyninu og að hafa engin eða óvirk æxlunarfæri. Lögmenn konunnar sögðu tvö síðastnefndu skilyrðin brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til lífs án fordóma en þau hefðu að auki í för með sér líkamlega þjáningu og kostnað. Ýmsir stjórnmálamenn og kvenréttindasamtök sögðu að ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti lögunum myndi það valda ruglingi og grafa undan réttindum kvenna.
Japan Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira