Ísraelar hafi farið yfir línuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 19:01 Jonas Gahr Støre fordæmir árásir Hamas en segir Ísraela hafa gengið of langt. EPA-EFE/Anders Wiklund Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann. Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Noregur var eina Norðurlandið sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Ísland sat hjá við atkvæðagreiðsluna og hefur afstaðan hlotið töluverða gagnrýni. Þingflokkur Vinstri grænna sagði meðal annars í ályktun í gær að rétt hefði verið að greiða atkvæði með tillögunni. 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti. Sjá einnig: Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Støre segir fyllilega ljóst að Norðmenn hafi fordæmt árásir Hamas á Ísrael en telur gagnárásir, eða „sjálfsvörn,“ Ísraela, úr hófi. Ísraelski sendiherrann svarar ummælunum „Þetta er ljótt stríð og ég er hræddur um að hatrið muni aukast. Meiri þvermóðska og meiri eyðilegging. Þeir hafa að sjálfsögðu sinn sjálfsvarnarrétt og ég átta mig á því. Eldflaugum er enn skotið af Gasa yfir til Ísraels og ég fordæmi það. En samkvæmt alþjóðalögum verður að gæta hófs og taka verður almenna borgara með inn í reikninginn. Ísraelar hafa farið langt yfir línuna,“ segir forsætisráðherrann norski. Støre leggur áherslu á að átökin séu hræðileg á báða bóga og segir að gera verði vopnahlé, til að aðstoða bágstadda borgara á stríðshrjáðum svæðum. Enginn vafi leiki á því að Hamas verði að sleppa ísraelskum gíslum. Sendiherra Ísraels í Noregi, Avraham Nir-Feldklein, svarar forsætisráðherranum og segir við Norska ríkisútvarpið að háttsemi Ísraela sé í fullu samræmi við alþjóðalög. Hamas-liðar skýli sér bak við óbreytta borgara og haldi til í borgaralegum mannvirkjum. „Þeir staðir sem Hamas-liðar dvelja á eru nýttir til hryðjuverka og eru því eðlileg hernaðarleg skotmörk. Þar af leiðandi er sjálfsvörn Ísraela í fullu samræmi við alþjóðlög,“ segir sendiherrann.
Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. 29. október 2023 13:26
„Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. 28. október 2023 18:18
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. 28. október 2023 12:41