Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2023 12:07 Borgarstjórnarfulltrúar í Kaupmannahöfn eru margir óánægðir með ísraelskan fána í skrifstofuglugga eins fulltrúa. EPA/ Liselotte Sabroe Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR. Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR.
Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira