Vill endurskoða styrkjakerfi fjölmiðla sem sé „eins og villta vestrið“ Magnús Jochum Pálsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 13. nóvember 2023 00:13 Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Pírata, ræddi við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi fyrr í dag. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir styrkjakerfi fjölmiðla „eins og villta vestrið“ og vill að það sé endurskoðað og markmið kerfisins skýrð betur. Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir. Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Sjá meira
Dóra Björt var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún stöðu fjölmiðla, um ríkisstyrki til fjölmiðla, og tilgang slíkra styrkja og athugasemdir sínar í vikunni um styrkjakerfið. Dóra Björt sagði umræðuna í vikunni hafa litast af ummælum Sjálfstæðismanns á Twitter og ekki endilega hafa endurspeglað skoðanir hennar. Skoðanir hennar snúist ekki um fjármál borgarinnar eins og var gefið í skyn í færslu mannsins. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu sagðist Dóra eiga bakgrunn í Noregi og vera innblásin af lýðræðishugmyndum í norsku samfélagi og styrkjakerfinu þar. Hún sagðist sjálf ekki vilja koma að þessari úthlutun, heldur ættu að vera fagleg rök að baki hverrar úthlutunar. Það væri hægt að finna leiðir til að tryggja að fagleg rök séu að baki. Hún sagði að almenningur stæði að baki styrkjunum með skattpeningum sínum og að fjölmiðlar ættu að virða það. Almenningur yrði að treysta þeim upplýsingum sem eru settar fram í fjölmiðlum. Þá ræddu þau túlkun gagna sem getur verið misjöfn. Dóra Björt sagði túlkun Morgunblaðsins á fjármálum borgarinnar ekki rétta. Staðan væri ekki eins slæm og væri oft dregin þar upp og Morgunblaðið birti í raun áróður. Hægt að krefja fjölmiðla um lágmarksfaglegheit Spurð hvort hún teldi Morgunblaðið ekki eiga að fá rekstrarstyrk sagðist Dóra Björt ekki vera á þeirri skoðun. Hún sagði fjölmiðilinn stunda áróður en að það væri ekki hennar hlutverk sem stjórnmálamanns að vera á þeirri skoðun hvort þau eigi að fá styrk. „En það er ákveðin lágmarks-faglegheit sem hægt er að krefja þá fjölmiðla, og þá aðila um, sem njóta styrkveitinga,“ og að það væri eðlilegt að styrkjakerfið geri slíkar kröfur. Þær kröfur sem nú eru fyrir styrkjunum styrktu ekki endilega lýðræðisleg markmið og sagðist Dóra telja að það ætti að gera betur í stað þess að styðja fjölmiðla bara vegna markaðsbresta. Styrkirnir ættu að styrkja lýðræðið og að það verði að vera hvatar í kerfinu sem styðji við slíkt markmið. Það eigi að vera jákvæðar og faglegar kröfur um vinnubrögð og lýðræði. „Fagleg sjónarmið eru varðhundur almenningshagsmuna,“ sagði Dóra Björt og að þeir hagnist á því að hafa það ekki þannig sem séu með einhverja sérhagsmuni. Kristján spurði Dóru þá hvort stjórnmálamenn ættu að gera eitthvað í málinu „ef einhverjir þeirra sem hljóta styrki eru ekki taldir uppfylla þær kröfur um eðlilega meðferð staðreynda, gagna og framsetningu lýðræðislegrar fjölbreytni“. „Ég myndi segja það að við ættum að búa þannig um hnútana að það séu fagleg gagnsæ sjónarmið sem ráði för og að það séu faglegir aðilar sem komi að þessu mati,“ svaraði Dóra þá. Hins vegar sagði hún að stjórnmálamenn ættu ekki að vera viðriðnir slíkar ákvarðanir.
Fjölmiðlar Píratar Sprengisandur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Sjá meira