Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:31 Dómur í málinu var kveðinn upp fyrir stundu. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23