Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 16:46 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira