Evrópusambandið setur lög um gervigreind Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 15:26 Thierry Breton iðnaðarmálastjóri ESB leiddi samningaviðræðurnar. EPA Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind. Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni. Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Lögunum er ætlað að setja almennar leikreglur um þróun og notkun gervigreindar, samfélagsmiðla og leitarvélar og er vonast til að þau geti tekið gildi á síðari hluta ársins 2026. Samkomulagið náðist eftir 37 klukkustunda maraþonfund á milli fulltrúa Evrópuþingsins og aðildarríkja Evrópusambandsins, sem lauk aðfaranótt laugardags. Thierry Breton sem leiddi samningaviðræðurnar og kemur til með að bera hitann og þungann af lagasetningunni, segir samkomulagið sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með þessu hefur Evrópusambandið tekið forystuna í því sem lýtur að því að vernda almenning gagnvart þeim ógnum sem margir óttast að geti orðið fylgifiskur örrar þróunar á sviði gervigreindar. Útgangspunktur samkomulagsins og lagasetningarinnar sem er fram undan er að setja ákveðna öryggisstaðla og tryggingu fyrir því að grundvallarmannréttindi verði virt. Þungamiðja samningaviðræðnanna var hversu víðtækar heimildir stjórnvöld og lögregla eigi að hafa til að nota lífkenni fólks. Samkomulagið felur meðal annars í sér að bannað verður að nota myndavélar til andlitsgreiningar á opinberum svæðum og lögreglan fær ekki að nota gervigreind í rauntímaeftirliti með fólki. Stjórnvöld margra ríkja vildu einmitt fá leyfi til þess með þeim rökstuðningi að þau gætu þar með komið í veg fyrir hryðjuverk, kynferðisglæpi og verndað innviði samfélagsins. Má segja að þar séu þau innblásin af hinum 20 ára framtíðartrylli Steven Spielbergs, Minority Report, þar sem Tom Cruise, í hlutverki lögreglumanns, spændi á milli húsa og handtók fólk áður en það framkvæmdi glæpina sem voru í bígerð. En miðað við þann hraða sem við lifum á nú um stundir, þá er óhætt að segja að í tæknilegum skilningi þá er árið 2026 í raun langt undan og því getur margt gerst í þróun gervigreindar sem hefur áhrif á það samkomulag sem skrifað var undir um helgina. Því eins og Silvia Leal, sérfræðingur í gervigreind sagði í fréttum spænska sjónvarpsins í gær, þá er nær ómögulegt að spá fyrir um hvað menn geta fundið upp með þessari tækni.
Gervigreind Evrópusambandið Tækni Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent