Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2023 19:37 Íbúar á Gasa afferma flutningabíl með neyðarbirgðum. AP/Fatima Shbair Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira