Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2023 09:19 Viðræður standa yfir um texta ályktunarinnar. epa/Abir Sultan Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Ályktunin var samin af fulltrúum nokkurra Arabaríkja, sem sögðu það jákvæða þróun að stjórnvöld vestanhafs virtust vilja komast að samkomulagi um orðalag sem Bandaríkin gætu stutt, í stað þess að grípa strax til þess að beita neitunarvaldi sínu. Bandaríkin hafa tvisvar beitt neitunarvaldinu við atkvæðagreiðslu um vopnahlé, 18. október og 9. desember. Samkvæmt erlendum miðlum virðast viðræðurnar um orðlag tillögunnar hafa snúist um að Bandaríkin gætu ekki stutt ákall eftir því að látið yrði af átökum en mögulega að hlé yrði gert á átökum. Aukinnar sundrungar er sagt gæta innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum varðandi árásir Ísraelsmanna á Gasa, þar sem sumir embættismenn segja aðra ekki gera sér fulla grein fyrir því hversu fullir hræsni Bandaríkjamenn þykja í stuðningi sínum við Ísrael á sama tíma og þeir fordæma voðaverk Rússa í Úkraínu. Sendifulltrúar Bandaríkjanna eru sagðir hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum í baráttunni við Hamas, með takmörkuðum árangri. Stuðningur Bandaríkjamanna við ályktun um vopnahlé myndi senda enn skýrari skilaboð um að þolinmæði þeirra séu takmörk sett. Þrýstingur hefur aukist á Ísrael um að láta af árásum sínum en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum að kalla eftir lokum átaka með 153 atkvæðum gegn tíu. Fulltrúar 23 ríkja sátu hjá. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Ályktunin var samin af fulltrúum nokkurra Arabaríkja, sem sögðu það jákvæða þróun að stjórnvöld vestanhafs virtust vilja komast að samkomulagi um orðalag sem Bandaríkin gætu stutt, í stað þess að grípa strax til þess að beita neitunarvaldi sínu. Bandaríkin hafa tvisvar beitt neitunarvaldinu við atkvæðagreiðslu um vopnahlé, 18. október og 9. desember. Samkvæmt erlendum miðlum virðast viðræðurnar um orðlag tillögunnar hafa snúist um að Bandaríkin gætu ekki stutt ákall eftir því að látið yrði af átökum en mögulega að hlé yrði gert á átökum. Aukinnar sundrungar er sagt gæta innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum varðandi árásir Ísraelsmanna á Gasa, þar sem sumir embættismenn segja aðra ekki gera sér fulla grein fyrir því hversu fullir hræsni Bandaríkjamenn þykja í stuðningi sínum við Ísrael á sama tíma og þeir fordæma voðaverk Rússa í Úkraínu. Sendifulltrúar Bandaríkjanna eru sagðir hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum í baráttunni við Hamas, með takmörkuðum árangri. Stuðningur Bandaríkjamanna við ályktun um vopnahlé myndi senda enn skýrari skilaboð um að þolinmæði þeirra séu takmörk sett. Þrýstingur hefur aukist á Ísrael um að láta af árásum sínum en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum að kalla eftir lokum átaka með 153 atkvæðum gegn tíu. Fulltrúar 23 ríkja sátu hjá. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira