Jólatöfrar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 22. desember 2023 07:01 Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun