Masterson kominn í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 10:33 Danny Masterson (47) hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. AP Leikarinn og nauðgarinn Danny Masterson hefur verið fluttur í almennt fangelsi í Kaliforníu, þar sem hann mun sitja inni í minnst tuttugu og fimm ár. Masterson mun afplána tvöfaldan nauðgunardóm sinn í North Kern fangelsinu í Kaliforníu. Samhliða því að hann var fluttur í fangelsi birtu yfirvöld í Kaliforníu fyrstu fangamyndina af honum. Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu; That ´70 Show, var í september dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Sjá einnig: Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Í kjölfarið á úrskurðinum sótti leikkonan Bijou Phillips um skilnað frá Masterson en þau höfðu verið gift í tólf ár og eiga saman eitt barn. Peter Lauzon, lögmaður Phillips, sagði þá að hún væri fyrst og fremst að gæta hagsmuna barns síns. Frá því hann var dæmdur hefur Masterson setið í gæsluvarðhaldi í Los Angeles á meðan gengið var frá máli hans. Þar á meðal þurfti að finna allar byssur sem hann átti og skila þeim inn. Masterson getur fyrst sótt um að vera sleppt úr fangelsi á reynslulausn eftir 25 ár. Lögmenn hans hafa þó sagt að þær ætli að áfrýja sakfellingu hans. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Hvað gúgglaði fólk árið 2023? Leitarvélin Google hefur gefið út lista yfir þá hluti sem heimsbyggðin leitaði oftast að árið 2023. 12. desember 2023 15:24 Kutcher stígur til hliðar eftir umdeilt meðmælabréf Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum. 25. september 2023 14:44 Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Samhliða því að hann var fluttur í fangelsi birtu yfirvöld í Kaliforníu fyrstu fangamyndina af honum. Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu; That ´70 Show, var í september dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Sjá einnig: Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Í kjölfarið á úrskurðinum sótti leikkonan Bijou Phillips um skilnað frá Masterson en þau höfðu verið gift í tólf ár og eiga saman eitt barn. Peter Lauzon, lögmaður Phillips, sagði þá að hún væri fyrst og fremst að gæta hagsmuna barns síns. Frá því hann var dæmdur hefur Masterson setið í gæsluvarðhaldi í Los Angeles á meðan gengið var frá máli hans. Þar á meðal þurfti að finna allar byssur sem hann átti og skila þeim inn. Masterson getur fyrst sótt um að vera sleppt úr fangelsi á reynslulausn eftir 25 ár. Lögmenn hans hafa þó sagt að þær ætli að áfrýja sakfellingu hans.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Hvað gúgglaði fólk árið 2023? Leitarvélin Google hefur gefið út lista yfir þá hluti sem heimsbyggðin leitaði oftast að árið 2023. 12. desember 2023 15:24 Kutcher stígur til hliðar eftir umdeilt meðmælabréf Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum. 25. september 2023 14:44 Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Hvað gúgglaði fólk árið 2023? Leitarvélin Google hefur gefið út lista yfir þá hluti sem heimsbyggðin leitaði oftast að árið 2023. 12. desember 2023 15:24
Kutcher stígur til hliðar eftir umdeilt meðmælabréf Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum. 25. september 2023 14:44
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35