Áskorun um áramót Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2023 07:31 Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun