Ásakanir Suður-Afríku gegn Ísrael teknar fyrir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 07:33 Efnt var til stuðningsfundar fyrir Palestínu fyrir utan Hæstarétt Suður-Afríku í morgun. AP/Nardus Engelbrecht Alþjóðadómstóllinn mun í dag taka fyrir umleitan Suður-Afríku um að dómstólinn grípi til aðgerða vegna meints þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum á Gasa. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira