Fordæmir svikara eftir fjölmenn mótmæli í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 13:02 Frá mótmælunum í Bashkortostan í gær. Ríkisstjóri Bashkortostan, eins fjölbreyttasta lýðveldis rússneska sambandsríkisins, hefur fordæmt skipuleggjendur mótmæla gegn fjögurra ára fangelsisdómi aðgerðasinna sem öfgamenn og svikara. Hann hefur sakað fólkið um að reyna að skipta upp Rússlandi. Nokkuð umfangsmikil mótmæli fóru fram í Bashkortostan í gær, sem er sjaldgæft í Rússlandi nú til dags, en þá var verið að mótmæla því að Fail Alsynov hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna mótmæla sem hann kom að því að skipuleggja árið 2020 gegn námuvinnslu á stað sem heimamenn telja heilagan. Alsynov er einnig sakaður um að tilheyra Bashkort-hreyfingunni, samtökum sem hafa verið skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í Rússlandi. Lögum um öfgasamtök hefur verið ítrekað verið beitt gegn aðgerðasinnum, sjálfstæðum fjölmiðlum og andstæðingum stjórnvalda í Rússlandi á undanförnum árum. Bashkortostan er í Úralfjöllum og þar búa um 4,1 milljón manna af hinum ýmsu þjóðarbrotum. Margir íbúa eru komnir af frumbyggjum svæðiðsins. Samkvæmt frétt Moscow Times mættu rúmlega tíu þúsund manns á mótmæli við dómshúsið í bænum Baymak í Bashkortostan í gærmorgun og kröfðust þess að Alsynov yrði sleppt úr haldi. Lögregluþjónar brugðust við mótmælunum af mikilli hörku og var kylfum og táragasi meðal annars beitt. Radiy Khabirov, áðurnefndur ríkisstjóri, sagði í morgun að hann myndi ekki sætta sig við öfgar og að fólk reyndi að grafa undan stöðugleika. „Hópur fólks, sumir sem búa erlendis og eru í raun svikarar, eru að kalla eftir aðskilnaði Bashkortostan frá Rússlandi. Þeir eru að kalla eftir skæruhernaðir,“ hefur MT eftir Khabirov. Hann sagðist einnig ætla að sýna Alsynov og samstarfsmenn hans í réttu ljósi. Þeir væru ekki umhverfissinnar og föðurlandsvinir, eins og þeir máluðu sjálfa sig sem, heldur allt aðrir menn. Khabirov tilkynnti Alsynov upprunalega til yfirvalda sem leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur. Segir Bashkir-fólkið reitt Einn umræddra „svikara“ er Ruslan Gabbasov, sem stofnaði Bashkort-hreyfinguna með Alsynov, en hann býr nú í Litháen. Hann sagði í samtali við blaðamann Reuters að Bashkir-fólkið, sem væru um þriðjungur íbúa lýðveldisins, væri reitt yfir aðgerðum ríkisstjórnar Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þær aðgerðir hefðu grafið undan tungumáli þeirra og menningu. Þá hefði námugröftur valdið miklum skaða á umhverfi lýðveldisins og fjölmargir menn hefðu verið kvaddir í rússneska herinn. Rannsóknir hafa sýnt að menn af frumbyggjaættum hafa verið kvaddir í herinn í hlutfallslega mun meiri fjölda en aðrir í Rússlandi. „Samanborið við Rússa, senda þeir mun fleiri af okkur til stríðs og þeir deyja frekar,“ sagði hann. Hann sagði Bashkir-fólkið vildi ekki vera hluti af Rússlandi lengur, þar sem þau myndu þurrkast út á tiltölulega stuttum tíma, vegna aðgerða yfirvalda í Moskvu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Nokkuð umfangsmikil mótmæli fóru fram í Bashkortostan í gær, sem er sjaldgæft í Rússlandi nú til dags, en þá var verið að mótmæla því að Fail Alsynov hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna mótmæla sem hann kom að því að skipuleggja árið 2020 gegn námuvinnslu á stað sem heimamenn telja heilagan. Alsynov er einnig sakaður um að tilheyra Bashkort-hreyfingunni, samtökum sem hafa verið skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í Rússlandi. Lögum um öfgasamtök hefur verið ítrekað verið beitt gegn aðgerðasinnum, sjálfstæðum fjölmiðlum og andstæðingum stjórnvalda í Rússlandi á undanförnum árum. Bashkortostan er í Úralfjöllum og þar búa um 4,1 milljón manna af hinum ýmsu þjóðarbrotum. Margir íbúa eru komnir af frumbyggjum svæðiðsins. Samkvæmt frétt Moscow Times mættu rúmlega tíu þúsund manns á mótmæli við dómshúsið í bænum Baymak í Bashkortostan í gærmorgun og kröfðust þess að Alsynov yrði sleppt úr haldi. Lögregluþjónar brugðust við mótmælunum af mikilli hörku og var kylfum og táragasi meðal annars beitt. Radiy Khabirov, áðurnefndur ríkisstjóri, sagði í morgun að hann myndi ekki sætta sig við öfgar og að fólk reyndi að grafa undan stöðugleika. „Hópur fólks, sumir sem búa erlendis og eru í raun svikarar, eru að kalla eftir aðskilnaði Bashkortostan frá Rússlandi. Þeir eru að kalla eftir skæruhernaðir,“ hefur MT eftir Khabirov. Hann sagðist einnig ætla að sýna Alsynov og samstarfsmenn hans í réttu ljósi. Þeir væru ekki umhverfissinnar og föðurlandsvinir, eins og þeir máluðu sjálfa sig sem, heldur allt aðrir menn. Khabirov tilkynnti Alsynov upprunalega til yfirvalda sem leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur. Segir Bashkir-fólkið reitt Einn umræddra „svikara“ er Ruslan Gabbasov, sem stofnaði Bashkort-hreyfinguna með Alsynov, en hann býr nú í Litháen. Hann sagði í samtali við blaðamann Reuters að Bashkir-fólkið, sem væru um þriðjungur íbúa lýðveldisins, væri reitt yfir aðgerðum ríkisstjórnar Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þær aðgerðir hefðu grafið undan tungumáli þeirra og menningu. Þá hefði námugröftur valdið miklum skaða á umhverfi lýðveldisins og fjölmargir menn hefðu verið kvaddir í rússneska herinn. Rannsóknir hafa sýnt að menn af frumbyggjaættum hafa verið kvaddir í herinn í hlutfallslega mun meiri fjölda en aðrir í Rússlandi. „Samanborið við Rússa, senda þeir mun fleiri af okkur til stríðs og þeir deyja frekar,“ sagði hann. Hann sagði Bashkir-fólkið vildi ekki vera hluti af Rússlandi lengur, þar sem þau myndu þurrkast út á tiltölulega stuttum tíma, vegna aðgerða yfirvalda í Moskvu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54
Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51
Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03
Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41