Hugleiðingar um Palestínu Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal skrifar 24. janúar 2024 13:00 Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar