Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2024 16:19 Ísraelskir hermenn virða fyrir sér hús á Gasaströndinni. Hermenn hafa birt myndbönd af sér jafna hús við jörðu á undanförnum vikum. AP/Maya Alleruzzo Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14
Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15