Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 14:01 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ummæli hans á þingflokksfundi á miðvikudagskvöld hafi verið mistúlkuð. Hann hafi ekki verið að stöðva samningaviðræður, heldur varpa ljósi á hve erfiðar þær eru vegna afstöðu Donalds Trump. Sá síðarnefndi vilji nota vandræðin á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í kosningabaráttu sinni. AP/J. Scott Applewhite Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að ummæli sín frá því á miðvikudaginn um að ekki væri hægt að semja um aðgerðir á landamærunum vegna þess að Donald Trump vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni, hafi verið mistúlkuð. McConnell, sem segist vilja ná samkomulagi, sagði í gær að ljóst sé að viðræðurnar séu erfiðar. Bandamenn hans á þingi segja að hann hafi á miðvikudaginn verið að varpa ljósi á það að samkomulag muni mæta mótspyrnu innan flokksins vegna andstöðu Trumps. Á lokuðum þingflokksfundi á miðvikudaginn sagði McConnell að Trump, sem mun að öllum líkindum hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins, vildi að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember. „Við viljum ekki gera neitt til að grafa undan honum,“ sagði McConnell. Sjá einnig: Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Umrætt samkomulag felur í sér að leggja fram frumvarp um auknar fjárveitingar til öryggisgæslu á landamærunum og breytingar á lögum varðandi það að loka landamærunum þegar tilefni þykir til og breytingar á meðferð umsókna hælisleitenda. Gera á farand- og flóttafólki erfiðara með að sækja um hæli. Repúblikanar hafa á undanförnum mánuðum reynt að fá þessar breytingar í gegn með því að nota frumvörp um hernaðaraðstoð handa Úkraínu, Ísrael og Taívan sem vogarafl í viðræðum við Demókrata. Biden getur ekki sent Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð fyrr en þingið samþykkir frekari fjárútlát en mikil þörf er fyrir frekari aðstoð í Úkraínu, þar sem skotfæri fyrir stórskotalið er af skornum skammti. Á undanförnum vikum hefur Trump þó þrýst á þingmenn innan flokksins og sagt þeim að gera ekki samkomulag, þar sem það gæti litið út eins og pólitískur sigur fyrir Joe Biden, forseta, og vegna þess að hann vill að kosningarnar snúist um málefni innflytjenda og landamærin. Mike Johnson, núverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í nýlegu viðtali á Fox News að Trump væri mjög mótfallinn því að Repúblikanar gerðu samkomulag við Demókrata. Í yfirlýsingu sem Trump sendi út í gærkvöldi ítrekaði hann það en þar sagði hann að umrætt samkomulag myndi engin áhrif hafa, samkvæmt frétt Washington Post. Trump sagði að eina von Bandaríkjamanna til að laga vandamálin á landamærunum væri að kjósa hann aftur í embætti forseta. Frá Truth Social-síðu Trumps, þar sem hann heldur því fram að hann geti einn lagað landamærin. Repúblikanar í öldungadeildinni virðast þó flestir á því að réttast væri að gera samkomulag. Vísa þeir til þess að annað eins tækifæri fyrir Repúblikana til að ná fram helstu baráttumálum þeirra á landamærunum muni aldrei líta dagsins ljós aftur. Jafnvel þó Repúblikanar nái meirihluta á báðum deildum þingsins og forsetinn sé Repúblikani. Það er vegna þess að margskonar frumvörp, eins og mörg þeirra sem snúa að landamæraöryggi Bandaríkjanna, þurfa sextíu atkvæði í öldungadeildinni en ekki fimmtíu. Til þess að koma frumvarpi í gegn þyrftu Repúblikanar því atkvæði frá einhverjum öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins. Kevin Cramer, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði í gær að hann væri ekki á þeim buxunum að það myndi hagnast flokknum að neita að laga vandamál í pólitískum tilgangi. Kjósendur hefðu eðlilega miklar áhyggjur af stöðunni á landamærunum. Í frétt CNN sem sjá má hér að neðan, lýsta nokkrir aðrir þingmenn flokksins yfir sömu áhyggjum. GOP Sen. Kevin Cramer on Rs who want to kill bipartisan immigration deal as Trump seeks to derail effort: "I reject the idea we should reserve a crisis for a better time to solve it... I don't see how we have a better story to tell when we miss the one opportunity to fix it." pic.twitter.com/YeJUjpanOR— Manu Raju (@mkraju) January 25, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mexíkó Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Tengdar fréttir Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að ummæli sín frá því á miðvikudaginn um að ekki væri hægt að semja um aðgerðir á landamærunum vegna þess að Donald Trump vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni, hafi verið mistúlkuð. McConnell, sem segist vilja ná samkomulagi, sagði í gær að ljóst sé að viðræðurnar séu erfiðar. Bandamenn hans á þingi segja að hann hafi á miðvikudaginn verið að varpa ljósi á það að samkomulag muni mæta mótspyrnu innan flokksins vegna andstöðu Trumps. Á lokuðum þingflokksfundi á miðvikudaginn sagði McConnell að Trump, sem mun að öllum líkindum hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins, vildi að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember. „Við viljum ekki gera neitt til að grafa undan honum,“ sagði McConnell. Sjá einnig: Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump Umrætt samkomulag felur í sér að leggja fram frumvarp um auknar fjárveitingar til öryggisgæslu á landamærunum og breytingar á lögum varðandi það að loka landamærunum þegar tilefni þykir til og breytingar á meðferð umsókna hælisleitenda. Gera á farand- og flóttafólki erfiðara með að sækja um hæli. Repúblikanar hafa á undanförnum mánuðum reynt að fá þessar breytingar í gegn með því að nota frumvörp um hernaðaraðstoð handa Úkraínu, Ísrael og Taívan sem vogarafl í viðræðum við Demókrata. Biden getur ekki sent Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð fyrr en þingið samþykkir frekari fjárútlát en mikil þörf er fyrir frekari aðstoð í Úkraínu, þar sem skotfæri fyrir stórskotalið er af skornum skammti. Á undanförnum vikum hefur Trump þó þrýst á þingmenn innan flokksins og sagt þeim að gera ekki samkomulag, þar sem það gæti litið út eins og pólitískur sigur fyrir Joe Biden, forseta, og vegna þess að hann vill að kosningarnar snúist um málefni innflytjenda og landamærin. Mike Johnson, núverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í nýlegu viðtali á Fox News að Trump væri mjög mótfallinn því að Repúblikanar gerðu samkomulag við Demókrata. Í yfirlýsingu sem Trump sendi út í gærkvöldi ítrekaði hann það en þar sagði hann að umrætt samkomulag myndi engin áhrif hafa, samkvæmt frétt Washington Post. Trump sagði að eina von Bandaríkjamanna til að laga vandamálin á landamærunum væri að kjósa hann aftur í embætti forseta. Frá Truth Social-síðu Trumps, þar sem hann heldur því fram að hann geti einn lagað landamærin. Repúblikanar í öldungadeildinni virðast þó flestir á því að réttast væri að gera samkomulag. Vísa þeir til þess að annað eins tækifæri fyrir Repúblikana til að ná fram helstu baráttumálum þeirra á landamærunum muni aldrei líta dagsins ljós aftur. Jafnvel þó Repúblikanar nái meirihluta á báðum deildum þingsins og forsetinn sé Repúblikani. Það er vegna þess að margskonar frumvörp, eins og mörg þeirra sem snúa að landamæraöryggi Bandaríkjanna, þurfa sextíu atkvæði í öldungadeildinni en ekki fimmtíu. Til þess að koma frumvarpi í gegn þyrftu Repúblikanar því atkvæði frá einhverjum öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins. Kevin Cramer, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði í gær að hann væri ekki á þeim buxunum að það myndi hagnast flokknum að neita að laga vandamál í pólitískum tilgangi. Kjósendur hefðu eðlilega miklar áhyggjur af stöðunni á landamærunum. Í frétt CNN sem sjá má hér að neðan, lýsta nokkrir aðrir þingmenn flokksins yfir sömu áhyggjum. GOP Sen. Kevin Cramer on Rs who want to kill bipartisan immigration deal as Trump seeks to derail effort: "I reject the idea we should reserve a crisis for a better time to solve it... I don't see how we have a better story to tell when we miss the one opportunity to fix it." pic.twitter.com/YeJUjpanOR— Manu Raju (@mkraju) January 25, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mexíkó Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Tengdar fréttir Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48
Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59