Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 08:06 Carlson vill meina að hann sé eini blaðamaðurinn sem hefur þor til að taka viðtal við Pútín en hið rétta er að hann er líklega eini blaðamaðurinn á Vesturlöndum sem Pútín vill mögulega ræða við. Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. Að sögn Carlson, sem er nú sjálfstætt starfandi en var áður eitt þekktasta andlit Fox News, greiddi hann sjálfur fyrir ferðina. Þá gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir áherslu sína á að veita Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, of mikla athygli. Um sé að ræða „peppfundi“ sem miði að því að koma áróðri Selenskí um aukna aðkomu Bandaríkjanna að átökunum á framfæri. „Það er ekki blaðamennska, það er stjórnvaldsáróður,“ segir hann. Á sama tíma hafi ekki einn einasti blaðamaður á Vesturlöndum haft rænu á að taka viðtal við Pútín. Samkvæmt BBC hefur fjölmiðillinn ítrekað óskað eftir viðtali við Pútín en alltaf fengið nei. Carlson hefur hins vegar margsinnis varið Pútín og kallað Selenskí „einræðisherra“. Hann hefur þó einnig sagt Pútín ábyrgan fyrir hörmungunum sem hafa átt sér stað í Úkraínu, þannig að afstaða hans er eitthvað á flugi. Engin tímasetning virðist komin á viðtalið en Carlson segir það verða sýnt í beinni útsendingu og óklippt á X/Twitter. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, hefur heitið því að koma ekki í veg fyrir birtingu þess. Why I'm interviewing Vladimir Putin. pic.twitter.com/hqvXUZqvHX— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 6, 2024 Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Að sögn Carlson, sem er nú sjálfstætt starfandi en var áður eitt þekktasta andlit Fox News, greiddi hann sjálfur fyrir ferðina. Þá gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir áherslu sína á að veita Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, of mikla athygli. Um sé að ræða „peppfundi“ sem miði að því að koma áróðri Selenskí um aukna aðkomu Bandaríkjanna að átökunum á framfæri. „Það er ekki blaðamennska, það er stjórnvaldsáróður,“ segir hann. Á sama tíma hafi ekki einn einasti blaðamaður á Vesturlöndum haft rænu á að taka viðtal við Pútín. Samkvæmt BBC hefur fjölmiðillinn ítrekað óskað eftir viðtali við Pútín en alltaf fengið nei. Carlson hefur hins vegar margsinnis varið Pútín og kallað Selenskí „einræðisherra“. Hann hefur þó einnig sagt Pútín ábyrgan fyrir hörmungunum sem hafa átt sér stað í Úkraínu, þannig að afstaða hans er eitthvað á flugi. Engin tímasetning virðist komin á viðtalið en Carlson segir það verða sýnt í beinni útsendingu og óklippt á X/Twitter. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, hefur heitið því að koma ekki í veg fyrir birtingu þess. Why I'm interviewing Vladimir Putin. pic.twitter.com/hqvXUZqvHX— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 6, 2024
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57
Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02
„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44