Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 08:06 Carlson vill meina að hann sé eini blaðamaðurinn sem hefur þor til að taka viðtal við Pútín en hið rétta er að hann er líklega eini blaðamaðurinn á Vesturlöndum sem Pútín vill mögulega ræða við. Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. Að sögn Carlson, sem er nú sjálfstætt starfandi en var áður eitt þekktasta andlit Fox News, greiddi hann sjálfur fyrir ferðina. Þá gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir áherslu sína á að veita Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, of mikla athygli. Um sé að ræða „peppfundi“ sem miði að því að koma áróðri Selenskí um aukna aðkomu Bandaríkjanna að átökunum á framfæri. „Það er ekki blaðamennska, það er stjórnvaldsáróður,“ segir hann. Á sama tíma hafi ekki einn einasti blaðamaður á Vesturlöndum haft rænu á að taka viðtal við Pútín. Samkvæmt BBC hefur fjölmiðillinn ítrekað óskað eftir viðtali við Pútín en alltaf fengið nei. Carlson hefur hins vegar margsinnis varið Pútín og kallað Selenskí „einræðisherra“. Hann hefur þó einnig sagt Pútín ábyrgan fyrir hörmungunum sem hafa átt sér stað í Úkraínu, þannig að afstaða hans er eitthvað á flugi. Engin tímasetning virðist komin á viðtalið en Carlson segir það verða sýnt í beinni útsendingu og óklippt á X/Twitter. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, hefur heitið því að koma ekki í veg fyrir birtingu þess. Why I'm interviewing Vladimir Putin. pic.twitter.com/hqvXUZqvHX— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 6, 2024 Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Að sögn Carlson, sem er nú sjálfstætt starfandi en var áður eitt þekktasta andlit Fox News, greiddi hann sjálfur fyrir ferðina. Þá gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir áherslu sína á að veita Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, of mikla athygli. Um sé að ræða „peppfundi“ sem miði að því að koma áróðri Selenskí um aukna aðkomu Bandaríkjanna að átökunum á framfæri. „Það er ekki blaðamennska, það er stjórnvaldsáróður,“ segir hann. Á sama tíma hafi ekki einn einasti blaðamaður á Vesturlöndum haft rænu á að taka viðtal við Pútín. Samkvæmt BBC hefur fjölmiðillinn ítrekað óskað eftir viðtali við Pútín en alltaf fengið nei. Carlson hefur hins vegar margsinnis varið Pútín og kallað Selenskí „einræðisherra“. Hann hefur þó einnig sagt Pútín ábyrgan fyrir hörmungunum sem hafa átt sér stað í Úkraínu, þannig að afstaða hans er eitthvað á flugi. Engin tímasetning virðist komin á viðtalið en Carlson segir það verða sýnt í beinni útsendingu og óklippt á X/Twitter. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, hefur heitið því að koma ekki í veg fyrir birtingu þess. Why I'm interviewing Vladimir Putin. pic.twitter.com/hqvXUZqvHX— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 6, 2024
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02 „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57
Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13. júní 2023 23:02
„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. 3. maí 2023 07:57
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44