Pútín segir Musk óstöðvandi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. febrúar 2024 09:00 Rússlandsforseti hefur áður látið hafa eftir sér að Elon Musk sé „óumdeilanlega frábær manneskja“. AP Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. „Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink. Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink.
Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56