Pútín segir Musk óstöðvandi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. febrúar 2024 09:00 Rússlandsforseti hefur áður látið hafa eftir sér að Elon Musk sé „óumdeilanlega frábær manneskja“. AP Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. „Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink. Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
„Mannkynið stendur frami fyrir mörgum áskorunum, meðal annars vegna erfðatækni. Nú er mögulegt að búa til ofurmenni, sértæka mannveru,“ fullyrti Pútín og nefndi sem dæmi að hægt væri að hanna íþróttamenn, vísindamenn, og hermenn með erfðaverkfræði. „Nú er greint frá því að Elon Musk hafi grætt heilaflögu í manneskju í Bandaríkjunum,“ bætti hann við. Fjallað var um þetta í janúar, að Neuralink, fyrirtæki Musk, hefði grætt þráðlausa flögu í heila manneskju eftir að hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum. „Hvað finnst þér um það?“ spurði Carlson í kjölfarið. „Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum hentar. Þrátt fyrir það verður að vera hægt að miðla málum við hann, sannfæra hann. Ég held að hann sé klár. Ég trúi því staðfastlega. Og þess vegna verður að vera hægt að gera samkomulag við hann, því ferli sem þetta verður að vera fastmótað og reglubundið,“ svaraði Pútín, sem bætti við að framþróun á sviði gervigreindar og erfðatækni væri óhjákvæmileg. „En um leið og við áttum okkur á því að ógnin stafar af taumlausri og óheflaðri uppbyggingu gervigreindar eða erfðafræði, eða hvað sem það er, þá munum við átta okkur á því hvernig við komum reglu á þessa hluti.“ Líkt og áður segir var viðtal Carslons birt á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk, sem virtist fylgjast spenntur með viðtalinu. „Er að horfa núna,“ tísti hann og deildi viðtalinu í sömu færslu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pútín fer fögrum orðum um Musk. Í september á síðasta ári fullyrti hann að Musk væri „óumdeilanlega frábær manneskja“. „Það verður að viðurkennast, og ég held að það sé viðurkennt um allan heim,“ fullyrti hann og bætti við að þegar að kæmi að viðskiptum væru Musk mjög hæfileikaríkur. Ummælin vöktu sérstaka athygli í ljósi þess að nokkrum dögum áður hafði verið greint frá því að Musk hafði skipað starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga til þess að stöðva leynilega árás Úkraínu á rússneska flotann árið 2022. Úkraínumenn notuðust við dróna sem var stýrt með nettengingu frá Starlink.
Rússland Gervigreind Innrás Rússa í Úkraínu X (Twitter) Vladimír Pútín Tengdar fréttir Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06
Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. 7. september 2023 14:56