Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 10:40 Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna án eðlilegrar málsmeðferðar vegna eðlis ásakananna á hendur þeim. EPA/Salvatore di Nolfi Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira