„Hvert getum við farið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:34 Loftmyndin til vinstri af Rafah borg var tekin þann 13. október síðastliðinn. Myndin til hægri, af sama svæði var tekin 14. janúar. 1,5 milljón manns hafast nú við í borginni. Planet Labs PBC/AP Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira