„Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 06:44 Ungur drengur syrgður í líkhúsi á Rafah. AP/Hatem Ali Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira