Læknar mótmæla fjölgun lækna þrátt fyrir læknaskort Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:47 Læknar mótmæla harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um að stuðla að fjölgun í stéttinni. Getty/NurPhoto/Chris Jung Aðgerðum hefur verið frestar og sjúkrahús hafa neyðst til að vísa sjúklingum annað eftir að 6.500 unglæknar sögðu upp störfum á heilbrigðisstofnunum í Suður-Kóreu. Af þeim mættu 1.600 ekki til vinnu í gær. Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum. Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Um er að ræða mótmæli læknanna gegn fyrirætlunum stjórnvalda um að fjölga læknanemum úr 3.000 í 5.000. Um það bil 90 prósent heilbrigðiskerfisins í Suður-Kóreu er einkarekið en þjónustan er niðurgreidd af sjúkratryggingum. Læknarnir óttast að með fjölgun í stéttinni aukist samkeppnin. Gríðarstór vandi blasir hins vegar við en hlutfall lækna á íbúa er 2,5 á móti þúsund. Verulegur skortur er á læknum á landsbyggðinni og innan ákveðinna sérgreina, á borð við barna- og fæðingalækningar, sem gefa ekki jafn mikið í aðra hönd samanborið við til dæmis húð- og lýtalækningar. Læknar í Suður-Kóreu eru afar vel launaðir og tekjur lækna óvíða hærri. Meðalaun sérfræðilæknis á opinberu sjúkrahúsi er um það bil 200 þúsund dalir á ári, sem er langt umfram meðallaun í landinu. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að fjölga læknum og hafa skipað unglæknunum að mæta aftur til starfa. Saka þeir læknana um að halda lífi og heilsu sjúklinga í gíslingu. Forsetinn, Yoon Suk-yeol, segir krabbameinsaðgerðum meðal annars hafa verið frestað vegna mótmælanna. Yfirvöld hafa hótað því að höfða mál gegn læknunum og þá hafa þau einnig vald til að svipta þá lækningaleyfinu fyrir að grafa undan heilbrigðiskerfinu. Forsetinn segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni en að óbreyttu muni skorta 15.000 lækna árið 2035. Stefna stjórnvalda nýtur stuðnings um 80 prósent þjóðarinnar en sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir hvernig fer. Forsetinn sé ákveðinn í að koma breytingunum í gegn en hið einkarekna heilbrigðiskerfi sé afar viðkvæmt fyrir verkfallsaðgerðum.
Suður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira