Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 12:28 Palestínumenn virða fyrir sér eyðilegginguna í kjölfar árásar Ísraelsmanna á Rafah-borg í dag. Abed Rahim Khatib/Anadolu via Getty Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent