Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 10:05 Pútín sakaði Vesturlönd um að vilja tortíma Rússlandi og sagði framgöngu þeirra stuðla að kjarnorkustyrjöld. AP/Alexander Zemlianichenko Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira