Tala látinna komin yfir þrjátíu þúsund Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 14:26 Palestínumenn syrgja fallna samlanda sína við Al Aqsa spítalann í Deir al Balah í dag. AP Photo/Adel Hana Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt. Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan: Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan:
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03