Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 07:56 Forsetarnir töluðu saman í síma í fyrsta sinn í meira en mánuð en þeir hittust síðast í október síðastliðnum. Getty/Anadolu/GPO Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Greint hafði verið frá dauðsfallinu í miðlum í Ísrael en Hamas-samtökin hafa ekki staðfest fregnirnar. Issa er sagður hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn, þar sem 1.200 voru myrtir, meirihlutinn almennir borgarar. Hann er æðsti leiðtogi Hamas sem hefur verið drepin í árásum Ísraelsmanna en meðal annarra má nefna Saleh al-Arouri, pólitískan leiðtoga samtakanna, sem lést í Beirút. Ísraelsmenn eru taldir hafa borið ábyrgð á sprengingunni sem varð al-Arouri að bana. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, staðfesti dauða Issa og sagði aðra leiðtoga Hamas í felum djúpt í gangakerfi samtakanna á Gasa. Hét hann stuðningi Bandaríkjanna við Ísraelsmenn í viðleitni þeirra til að hafa upp á háttsettum Hamas-liðum. „Réttlætið mun líka finna þá,“ sagði hann. Prime Minister Benjamin Netanyahu:"This evening I spoke with US President Joe Biden.We discussed the latest developments in the war, including Israel's commitment to achieving all of the war's goals:— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) March 18, 2024 Sullivan greindi þó einnig frá því að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefðu átt hreinskiptið samtal í síma, það fyrsta í meira en mánuð. Þar hefði forsetinn meðal annars ítrekað óánægju sína með mannfall meðal almennra borgara á Gasa. Biden hefði ítrekað stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og rétt Ísraelsmanna til að „fara á eftir“ Hamas en einnig sagt það mistök af hálfu Ísrael að ætla að ráðast inn í Rafah. Aðgerðin myndi leiða til meira mannfalls, aukinnar mannúðarkrísu og einangrunar Ísraels á alþjóðlega sviðinu. Þá hvatti Biden Netanyahu til að leggja fram skýra áætlun um endalok átaka á Gasa og framhaldið. Sullivan sagði Ísraelsmenn jafnframt hafa samþykkt að senda háttsetta embættismenn til Washington til skrafs og ráðagerða og að væntingar Bandaríkjanna væru að ekki yrði ráðist inn í Rafah á meðan þeir fundir stæðu yfir. BBC greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Hernaður Joe Biden Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent