Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 14:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið undir nokkrum þrýstingi, og meðal annars innan Demókrataflokksins, um að draga úr eða jafnvel stöðva vopnasendingar til Ísrael. AP/Matt Kelley Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar. Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01
Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45