Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2024 06:32 Neyðargögnum rignir yfir Gasa borg í mars síðastliðnum. AP/Mahmoud Essa Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. Áætlunin felur meðal annars í sér tímabundna opnun landamærahliðs milli Ísraels og Gasa sem var eyðilagt í árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Um er að ræða Erez-landamærahliðið, sem er í norðurhluta Gasa og var í mörg ár eina hliðið sem fólk gat farið um til að komast yfir landamærin. Samkvæmt yfirlýsingu skrifstofu forsætisráherrans verður einnig tekið á móti meira af neyðargögnum í höfninni í Ashdod, sem liggur um það bil 40 kílómetra norður af Gasa. Þá verður einnig greitt fyrir aðstoð frá Jórdaníu gegnum Kerem Shalom, við landamærin í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingunni segir að þessi aukna neyðaraðstoð muni koma í veg fyrir mannúðarkrísu sem þegar er uppi á Gasa og tryggja það að hægt verði að halda aðgerðum gegn Hamas áfram og ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Ákvörðuninni hefur verið vel tekið vestanhafs en greint var frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt í samtali við Netanyahu að Ísraelsmenn þyrftu að gera betur í því að varðveita líf almennra borgara og hjálparstarfsmanna til að eiga það ekki á hættu að missa stuðning Bandaríkjamanna. Ísraelsmenn hafa hins vegar ekki brugðist við hinni kröfu Biden; að þeir gangi til samninga við Hamas og komi tafarlaust á vopnahléi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Áætlunin felur meðal annars í sér tímabundna opnun landamærahliðs milli Ísraels og Gasa sem var eyðilagt í árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Um er að ræða Erez-landamærahliðið, sem er í norðurhluta Gasa og var í mörg ár eina hliðið sem fólk gat farið um til að komast yfir landamærin. Samkvæmt yfirlýsingu skrifstofu forsætisráherrans verður einnig tekið á móti meira af neyðargögnum í höfninni í Ashdod, sem liggur um það bil 40 kílómetra norður af Gasa. Þá verður einnig greitt fyrir aðstoð frá Jórdaníu gegnum Kerem Shalom, við landamærin í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingunni segir að þessi aukna neyðaraðstoð muni koma í veg fyrir mannúðarkrísu sem þegar er uppi á Gasa og tryggja það að hægt verði að halda aðgerðum gegn Hamas áfram og ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Ákvörðuninni hefur verið vel tekið vestanhafs en greint var frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt í samtali við Netanyahu að Ísraelsmenn þyrftu að gera betur í því að varðveita líf almennra borgara og hjálparstarfsmanna til að eiga það ekki á hættu að missa stuðning Bandaríkjamanna. Ísraelsmenn hafa hins vegar ekki brugðist við hinni kröfu Biden; að þeir gangi til samninga við Hamas og komi tafarlaust á vopnahléi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira