Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 09:09 Eyðileggingin er gríðarleg í Khan Younis. Getty/Ahmad Hasaballah Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi á Gasa, meðal annars aðgerðir í Rafah. Greint var frá því um helgina að 98. herdeild Ísraelshers hefði yfirgefið Khan Younis til að ná aftur vopnum sínum. Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Samkvæmt miðlum í Ísrael eru engar virkar aðgerðir í gangi í suðurhluta Gasa eins og stendur. Menn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir framhaldið; hvort þetta sé til marks um að Ísraelsmenn hyggist beygja sig undir boð Bandaríkjaforseta og stjórnvalda vestanhafs um að láta gott heita. Orð Gallant gera ekki mikið til að skýra stöðuna en samkvæmt ráðherranum er enn stefnt að því að hreinsa Gasa af liðsmönnum Hamas og uppræta samtökin þannig að þau ógnuðu ekki lengur öryggi íbúa Ísrael. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þrýst á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að falla frá áformum sínum um áhlaup á Rafah og leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum. Erlendir leiðtogar keppast nú um að benda á að mannúðarástandið sé hörmulegt og ekki á það bætandi. New York Times hefur eftir Osama Asfour, 41 árs íbúa Khan Younis, sem nú hefst við í tjaldi í Rafah, að yfirlýsingar hersins um brotthvarf frá borginni séu ekki hvatning til að snúa aftur. Asfour, sem starfaði á Nasser sjúkrahúsinu áður en hann flúði, segist ekki ætla að spila þannig með líf sitt né fjölskyldu sinnar. NY Times hefur hins vegar eftir embættismanni í Rafah að einhverjir hyggist snúa aftur til borgarinnar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að það væri erfitt að segja til um hvað brotthvarf 98. herdeildarinnar þýddi. Eftir því sem næst yrði komist stæði aðeins til að hvíla og endurvopna herdeildina eftir fjögurra mánaða átök á svæðinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira